Ískaldi Kópavogur

Mikið rosalega er búið að vera kalt í dag, ég fór með Polla minn í systkynahittinginn í Guðmundarlund í dag og þvílíkur andstigðarkuldi, Svandísin mín kom með mér, hún hafði vit á að halda sig bara inn í heitum bílnum enda klæðir mar sig ekki eftir veðri á þessum aldrinum, ekkert hlustað á mömmu sína sei sei nei! mín bara teður sér í hverja sylkihúfuna utan yfir aðra og skilur svo ekkert í hvað henni sé kalt. Aftur á móti kona eins og ég, það er að segja kona með reynslu hefur sko vit á að klæða sig eftir veðri, ´samt sem áður dugði það ekki til, það var eins og mar væri staddur í Helvíti en ekki í Kópavogi. Það er bara mun hlýrra hérna á Skaganum en höfuðborgarsvæðinu, ég fer ekki ofan af því, held að það hafi eitthvað með sjávarmál að gera. Svo er nú blessaða Skagalognið alltaf jafn ljúft, við Polli pökkuðum okkur undir teppi til að ná sunnankuldanum úr okkur og steinsofnuðum bæði, við vöknuðum ekki fyrr en húsbóndinn kom heim úr vinnunni, svæfum sjálfsagt enn ef hann hefði ekki vakið okkur.

Jæja best að halda áfram með eldamenskuna svo liðið fái nú að borða fyrir miðnætti.

Bæjó spæjó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband