Útlenskir verkamenn í fjósi.

Útlendingar eða trú!  Ég hef verið að dunda mér við að lesa blogg hjá hinum og þessum, það sem ég hef verið að lesa gerir mig stundum hissa, pirraða, reiða, og fyrir kemur að ég get með engu móti afstýrt kjánahrollinum sem hríslast um mig alla. Ef einhver vogar sér að minnast á innflytjendastefnuna eða útlendinga sem dvelja hér á okkar góða landi er engu líkara en sumir geti ekki með nokkru móti tekið rökum.  Það vita allir sæmilega upplýstir menn að þessi mál eru löngu komin í óefni. Við flytjum inn útlendinga í stórum stíl, þeir eru jú ódýrt vinnuafl og sætta sig við hvað sem er í húsnæðismálum, kæmi mér ekki á óvart þótt einhverjir byggju í fjósum með kúnum. Ég bara fatta ekki hvernig misheiðarlegir og peningagráðugir verktakar fá að vaða hér uppi og bjóða þessu fólki aðbúnað sem er allri þjóðinni til háborinnar skammar. Svo vinnur fólkið baki brotnu 6 daga vikunnar fyrir smánarlaun og á föstudögum fara kallangarnir í bankann og senda aurana samviskusamlega til sinna fjölskyldna, halda þó einhverju eftir til að þeir geti farið í ríkið og náð sér í áfengi á himinháu verði hella því í sig á met hraða rétt eins og sannir Íslendingar gera, þeir verða náttla skruggufullir með það sama dauðþreittir mennirnir eftir þrældóm liðinnar viku. Það ætti svo varla að koma á óvart að blessaðir mennirnir verða fljótt öðrum til leiðinda og sjálfum sér til skammar rétt ein og aðrir sem ekki kunna með áfengi að fara. Bakkus gerir engan greinamun á útlendingum og íslendingum.

Svo er sífellt hrópað! Það vantar fólk í störfin, einmitt alveg kórrétt, hinn venjulegi íslendingur hefur ekki efni á að vinna fyrir þessum smánarlaunum sem í boði eru, mér persónulega finnst að það ætti að láta vinnuveitendur sem eru að koma illa fram við útlendingana svara til saka, skikka þá til að borga mannsæmandi laun og útvega húsnæði sem er á okkar standard í þessu landi sem við búum í, ekki hvað útlendingar sætta sig við, við búum á Íslandi sættum okkur ekki við að búa í hesthúsum, af hverju skyldum við bjóða gestum okkar upp á annað en það sem við viljum okkur sjálfum til handa?

Kanski við þyrftum ekki að flytja útlendinga inn í kippum ef launin í þessu blessaða velferðaríki okkar væru mannsæmandi,  eða að minsta kosti að við gætum lifað yfir hungurmörkum án þess að vinna tvö eða jafnvel þrefalda vinnu. Einhvernvegin er það svo með hinn dæmigerða íslending að hann freistast allt of oft til að taka stærri bita en hann getur tuggið. Mér finnst hræsnin og hrokinn orðin gjörsamlega öllu öðru yfirsterkari hjá þeim sem vilja ekki sjá hvað við erum að leiða yfir okkur með þessu áframhaldi, sumt fólk virðist alltaf þurfa að afbaka og hafna viðteknum staðreyndum

Ekki ætla ég að hafa þetta lengra í bili, máske ég tjái mig um trúnna seinna .

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já... ÖÖÖÖÖ..... Hvað get ég sagt.

Við erum að gera sömu mistök og restin af skandinövum eru að gera. Við(Og þegar ég segi við er ég að tala um fædda og uppaldna hér) nennum ekki að vinna þessar vinnur og fáum aðra til að gera það.

Þegar kreppa kemur verðum við screwed.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband