Barnfjandsemlegt

Pirr pirr! Angry Ég er búin að fá svo mikið nóg af þessu barnfjandsamlega samfélagi sem að ég bý í. Allt sem snýr að börnum er verðlagt skýjum ofar, dæmi um það eru t.d. tannlækningar, tannréttingar, sálfræðiþjónusta, íþróttir, tómstundir og dagvistargjöld, ég gæti örugglega haldið endalaust áfram upptalningunni. Ég´tel mig nú samt heppna að fá að takast á við það göfuga hlutverk að vera foreldri. Ég get bara með engu móti skilið hvernig búið er að barnafjölskyldum, öryrkjum og öldruðum í þessu velferðarþjóðfélagi okkar.

Það vill svo til að ég er með tvö stikki af unglingum í tannréttingum, og ég get svo svarið fyrir það að það er ekki einleikið hvað prísinn er klikkaðislega hár þar á bæ. Síðan er það tannlæknirinn sem þreytist ekki á að arðræna mig, og vita nú flestir að tennurnar skemmast meira þegar  búið er að víra þær saman. Svo er það sálfræðingurinn, sjö þúsund og fimm hundruð kall tíminn hjá honum og ekkert niðurgreitt í þeim geira. Borga milli 40 og fimmtíu þúsund fyrir greininguna hjá sála. Sálarlega hefur drengurinn minn ekki efni á að bíða eftir greiningu hjá greiningarstöðinni, enda verður hann löngu orðin fullorðin maður þegar kemur að honum í röðinni.

Ég er svona að velta fyrir mér hvort atkvæðasmalarnir sem komust áfram í síðustu kosningum ætli að standa við stóru orðin eða verður maður bara að kyngja því að það sé komin hefð á þau. 'Eg var svo innilega að vona að í þetta skiptið yrðu verkin látin tala. Trúlega fullmikil bjartsýni hjá minns. Vona ég samt sem áður að rödd samvisku þeirra sé nógu sterk til að þau standi sig, ég held alla vega í vonina þar til annað kemur í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já Hófý, ég vona að þau standi við orðin núna. Ef ekki í góðærinu, þá hvenær? Það er svo sannarlega kominn tími til að forgangsraða í samfélaginu. Vonum að Jóhanna sé að vinna í þessu.

Ragnhildur Jónsdóttir, 31.10.2007 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband