Við erum ekki holdsveik.

Frábært framtak. Ég eiginlega skammast mín bara fyrir að verða ekki í þessari göngu í dag. Ég hef barist við þennan andstyggilega húðsjúkdóm í 30 ár og nú í sumar fékk ég annað exem á mína aumu handleggi sem engin lækning dugar á nema sterasprautur beint í sárin, sem er svo sem í góðu lagi, því í sannleika sagt var ég orðin svo illa haldin eftir alls kyns tilraunir lækna, einn taldi að ég væri með kláðamaur, annar ofnæmi og svo fram vegis, ég búin að fá hin ýmsustu krem og töflur sem gerðu ekki annað en að láta mér versna. Þannig var komið fyrir mér þegar ég loksins hitti rétta lækninn að hann hefði mín vegna sneiða af mér báða handleggina, það eina sem ég hugsaði þá var að losna við kláðann og sviðann sem voru í bókstaflegri merkingu að gera mig geggjaða.

Ég reikna ekki með að geta skartað ermalausum flíkum í náinni framtíð, handleggirnir mínir eru svo öróttir eftir eftir langvarandi exem, exemið er svo fljótt að breytast í svöðusár og skilur eftir sig ljót ör. Svo er húðin líka orðin svo þunn og viðkvæm eftir sterana og stanslaust áreiti.

Ég hef hins vegar aldrey skammast mín fyrir þennan sjúkdóm minn en oft orðið fyrir fordómum fávíss fólks, sumir eru svo ótrúlega vitlausir að þeir halda jafnvel að þetta sé bráðsmitandi, ég var eitt sinn klöguð í Heilbrigðiseftirlitið, þá var ég að vinna í verslun og maður frá eftirlitinu mætti á staðinn og fór fram á að ég yrði færð til, ynni sem sé ekki í afgreiðslunninni, ætli hann hafi ruglað sporiasis saman við holdsveiki? Já þær voru margar athugasemdirnar sem ég fékk frá bláókunnugu fólki og fæ enn, er samt svo heppin að handarbökin mín hafa verið nokkuð góð síðustu ár.

Ég vona svo sannarlega að þessi ganga opni augu almennings og útrými fordómum í garð exemssjúklinga, það er alveg með ólíkindum hvað fólk lætur út úr sér og er fáfrótt um svona algengan sjúkdóm, mörgum hreinlega býður við að sjá sárin mín þar sem þau eru verst, samt hefur það skánað, þegar ég var á Spáni fyrir 25 árum þá hópaðist að mér múgur og margmenni,"var reyndar sérstaklega slæm þá" minna var glápt í sumar og ég gerði enga tilraun til að hífa fólki við að sjá sárin mín, ef það hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum þa´er það bara allt í kei, enda ill geranlegt að vera kappklæddur í 40 stiga hita.

Áfram félagar í samtökum psoriasis og exemssjúklinga, spoex.

Ég tek ofan fyrir ykkur öllum og harma að geta ekki verið með ykkur, ég verð með ykkur í huganum og sendi baráttukveðjur.


mbl.is Psoriasissjúklingar sýna útbrot sín í göngu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún

Sæl. Langar að spurja þig út í hvað læknirinn þinn heitir, ég er sjálf exem sjúklingur og mér finnst ég ekki fá nein almennileg svör hjá mínum lækni en veit varla hvert ég á að snúa mér.

Dáist að þér! Sjálf er ég mjög feimin með mitt exem.

Kveðja Guðrun 

Guðrún , 29.10.2007 kl. 17:47

2 Smámynd: Bogi Jónsson

Hæ Hofy

Ég sé á skrifum þínum að þú ert búin að ganga í gegn um  allskonar "tilraunir" ég er að spá í hvort þú ert til í að prófa meira

ég er með Thailenskt Jurtagufubað, pott með heitum sjó án klórs eða annarra eiturefna og þangbað í spa húsinu mínu sjá nánar .

ef þú ert til þá langar mér að bjóða þér í tvo prufutíma, því ég hef mikla trú á að þetta geti hjálpað til með að bæta líðan og hafi græðandi áhrif, en ég þori ekki að fullyrða neitt um það fyrr en einhver með  sporiasis hefur prófað.

Bestu kveðjur Bogi

Bogi Jónsson, 29.10.2007 kl. 19:16

3 Smámynd: hofy sig

Sæl Guðrún. Læknirinn minn heitir Steingrímur Davíðsson og er í húðlæknastöðinni í Smáranum. Hann er alveg frábær, ég mæli hiklaust með honum.

hofy sig, 29.10.2007 kl. 22:17

4 Smámynd: hofy sig

Sæll Bogi. Mér líst bara vel á og er alveg til í að prófa, ég var að lesa á síðunni þinni og finnst þetta allt mjög merkilegt, ég er líka með slæma psoriasisgigt sem ég fékk í framhaldi af exeminu sem þetta gæti kanski líka virkað á, ekki síst jurtagufubaðið. Takk fyror gott boð

hofy sig, 29.10.2007 kl. 22:28

5 Smámynd: Bogi Jónsson

Hæ hofy

nú er bara að ákveða dag símin minn og email er á síðunni minni hafðu samband við tækifæri.

bestu kveðjurBogi

Bogi Jónsson, 30.10.2007 kl. 16:50

6 identicon

nú notar þú jöfnum höndum sora og exem í þínum skrifum, þetta er alls ekki sömu sjúkdómar. mig langar bara að það komi fram.

jana (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 17:54

7 identicon

nei hún notar það ekki jöfnum höndum , hún er að tala um að hún sé með bæði soriasis og exem.

getur einhver gefið mér gott ráð við soriasis í hársverði? dóttir mín er með svoleiðis og hefur fengið tvær tegundir af sjampói við því en henni svíður svo undan því og annað þeirra minnir mig að megi ekki fara í sár og hún er alltaf með sár plús það að vera með allveg rosalega mikið hár svo að teskeiðaskamturinn sem hún á að nota hverfur löngu áður en hann er kominn niður í hársvörð.

disa (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 18:21

8 identicon

Sæl Jana. Ég verð að viðurkenna að ég næ ekki alveg hvað þú ert að fara, en ég er sem sagt með psoriasis exem, ég er líka með sóragigt sem leggst aðalega á .psoriasis sjúklinga, ég veit ekki til að ég sé með eitthvað sem kallast  SORI.

Sæl Dísa. Ég myndi reyna Alo vera gel, og þá með miklu hreinu Alo vera, plantan sjálf er auðvitað best, ef þú átt hana ekki væri ráð að þú reyndir að útvega þér hana, það er lítið mál að taka afleggjara af henni ef þú þekkir einhvern sem á plöntuna, sjámpó sem ekki má fara í opin sár er ekki gott þar sem þetta exem er meira og minna ekkert annað en sár. Svo er kísilinn í Bláa lóninu bara frábær, man að ég fékk einhvertíman kísil á brúsa sem ég setti út í baðvatnið og í hársvörðinn, man ekki hvaðan ég fékk hann, það er svo langt síðan.

Bestu kveðjur til þín og dóttur þinnar.

Hófy (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband