Plott og siðleysi

Mig langar aðeins til að tjá mig um apóteksmál okkar Skagamanna. Við höfum fram að þessu þurft að búa við einokun þar sem hér var einungis eitt apótek, en til allrar hamingju ekki lengur. Lyf og Heilsa sem hefur þjónað okkur hér (áður Akranesapótek) hefur ekki verið til fyrirmyndar svo vægt sé til orða tekið. Nú veit ég um marga skagamenn sem hafa verslað sín lyf í Reykjavík og einnig hafa bæði eldri borgarar og öryrkjar fengið sín lyf send heim að dyrum frá Reykjavík sér að kostnaðarlausu. Þeir sem hér hafa ráðið ríkjum fram að þessu hafa ekki séð ástæðu til að bjóða upp á slíka þjónustu. Aftur á móti býður Apótek Vesturlands (nýja apótekið okkar) upp á umrædda þjónustu. Það sem þessi tvö apótek eiga sameiginlegt er ekki margt, fyrir utan að þau selja jú sömu vöruna. Þjónustan í Lyfjum og Heilsu hefur bæði verið léleg lágkúruleg að mínu mati og margra annara.  Mér hefur alltaf fundist apótekarinn brjóstumkennilega drýldinn á svipinn, svona eins og hann hafi gert í buxurnar og fyndi lyktina sjálfur.Sick

Aftur á móti finnst mér apótekarinn í nýja apótekinu einstaklega almennilegur og leggja sig allan fram um að þjónusta sína kúnna eins vel og hægt er. Fyrir utan verðið sem er miklu lægra í því nýja, eitt lítið dæmi, ég er þræll nikótínlyfja og á einum stórum pakka af nikótíntyggjói munar hvorki meira né minna en 2000 kr, það er heilum 2000 kr ódýrara í nýja apótekinu heldur en því gamla. Allt í einu eru lyfin að lækka hjá Lyfjum og Heilsu hér á Akranesi, ég ætla rétt að vona að fólk sjái í gegn um þennan skrípaleik og ógeðfeldu hræsni. Enda hef ég enga ástæðu til að ætla að Skagamenn séu heimskari en fólk almennt og hef fulla trú að þeir átti sig á plottinu. Í mínum huga er framkoma þessara einstaklinga (hjá Lyfjum og Heilsu) ekkert annað en syðleysi á hæsta stigi, að þeir skuli ekki þora út í eðlilega smkeppni lýsir best hversu óheiðarlegir og siðspilltir þeir eru.Mín skoðun er sú að fyrst þeir þora ekki í heiðarlega samkeppni þá hafi þeir bara ekkert hér að gera, og hana nú.

Jæja þá er ég búin að pústa aðeins, ég gæti farið miklu nánar út í mínar meiningar en nenni því ekki, held að allir skilji hvað ég er að fara.

Góða nótt og sofið rótt elskurnar mínar HeartHeart 

Nú ætla ég að fara að lúlla Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

SAMMÁLA!!! Ég versla bara við Óla!!  Mér finnst notalegt að koma inn til hans, hann er alltaf sjálfur sjáanlegur í apótekinu og tilbúinn að hjálpa! Áfram Óli.

SigrúnSveitó, 18.9.2007 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband