Bannað að reykja.

Ja hérna! Þá er maður búin að pota niður sumarblómunum í blíðunni, aldeilis frábært. Svo er nóg að gera í naglaásetningum þessa dagana, gaf mér samt tíma til að setjast inn á Skrúðgarðinn með góðum vinum og sötra súkkulaði með miklum rjóma mmmm InLove Þá er reykingabannið gengið í garð, margir ánægðir með það en aðrir skiljanlega hundfúlir. Mikið er ég fegin að vera ekki lengur þræll sígarettunnar og þurfa þar af leiðandi ekki að geðvonskast og reita hár mitt í taumlausri sjálfsvorkunn yfir að mega ekki blása lífshættulegum eiturgufum yfir mann og annan. Ég hef þá trú að fólk eigi alveg eftir að sætta sig við bannið með tímanum, það verður smá rembingur í hávaðaseggjunum til að byrja með, en fáir eru svo illa settir að ekki örli á svolítilli siðgæðisvitund ef þeir kafa djúpt.Tounge Ég væri sjálfsagt ein af þessum brjóstumkennanlegu fórnarlömbum ef ég hefði ekki verið svona  heppin að losna frá reykingabölinu. Ég hætti aðalega vegna þess að ég vildi ekki enda eins og hver önnur sígarettubuxnavasahengilmæna "lengsta orð sem ég kann" Annars é hófið best í öllu.

Allt kann sá er hófið kannJoyful

Aldrey skartar óhófiðWink

Skömm er óhófs ævi.Crying

Jæja þá er komin háttatími hjá rugludöllum eins og mér, góða nótt og sofið rótt Sleeping

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohhh segjum tvær að vera laus við böl sígarettunnar. dísús... hvað ég er fegin að vera hætt. Gaman að kíkja á bloggið þitt 

á örugglega eftir að kíkja oft loksins núna þegar ég er komin með slóðina.

Kveðja Lára 

Lára Pæja (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband