hvítasunnumorgun

Kærleikurinn er tungumál þagnarinnar, kærleika þarf ekki að tjá með orðum. Þú getur skilið hann og tekið á móti honum án orða. Þú skilur hann með hjartanu en ekki huganum, það skiptir ekki máli hvaðan við erum, við getum alltaf borið kærleika í brjósti og látið hann í ljós í algjörri þögn. Ég er svo full af kærleika og mér finnst ég lifa svo innihaldsríku lífi, ég sé fegurð kraft og gleði alls staðar í kringum mig. Það er svo dásamlegt hvernig lífið er orðið áreynslulaust og gasalega skemmtilegt "full andleg segja kanski sumir" en sama er mér svona líður mér nebbla akkúrat núna. InLove  Litli sólargeislinn okkar var í næturpössun hjá okkur"ömmunni og afanum" ég held að hann kalli það besta fram í okkur báðum, við erum svo fullkomlega heilluð af þessu dásamlega barni. Mín var sko komin í göngutúr kl. hálftíu í morgun með barnavagn og hund í bandi, systa mín varð alveg forviða þegar ég " morgunhænan " hringdi í hana rúmmlega níu á hvítasunnumorgni og spurði hvort hún væri til í göngutúr FootinMouth  Hva er ekki allt í lagi spurði hún! Ég hélt nú það, eins og ég sé einhver svefnpurka ha, sei sei nei ég var búin að vera á fótum síðan sex og búin að afreka ýmislegt sko. En hún systa mín var auðvitað líka búin að afreka ýmislegt og löngu komin á fætur eins og venjulega, ekki nokkur leið að ná henni í bólinu, hún neitaði heldur ekki göngutúr frekar en endra nær, alltaf jafn hress og dugleg þessi elska. Við skunduðum í rjúkandi heitt morgunkaffi og ristað brauð til mömmu og pabba. Ég vex aldrey upp úr því að þykja notalegast að fara í drekkutíma til mömmu og pabba. Pabbi lagar líka besta kaffið, sterkt og gott ekki spurningHeart  Jæja dúllur nú er komin háttatími hjá mér, ég er búin að vaka sooo lengi, orðin þreytt og sibbin, góða nótt, sofið róttTounge

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Yndisleg færsla, takk   Ég veit nákvæmlega hvað þú ert að meina, og þetta er YNDISLEGT!! 

Oooohhh, ég vildi óska að systur mínar byggju hér í bæ...og foreldrar mínir.  Sakna mikið að hafa þau ekki nær mér...væri sko til í að geta rölt til þeirra í morgunkaffi.  Nú er tengdapabbi að fara að flytja hingað, það verða ca 100 m. milli okkar þegar við verðum flutt í nýja húsið...en það er ekki það sama...ekki fyrir mig, en það verður æði samt.

Best að fara að vinna...verkefnið skrifar sig ekki sjálft...

Knús... 

SigrúnSveitó, 29.5.2007 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband