Hvar er sumarið.

Vá ekki alveg að standa mig í blogginu, það hlítur að vera svona mikið að gera hjá mérTounge Hvað er annars með sumarið? Ótrúlegt að júní sé rétt handan við hornið, frekar eins og jólin séu á næsta leiti. Eins gott að ég fer á Spán eftir tvo mánuðiCool Ég get þó huggað mig við það ef sumarið fer fram hjá Íslandi í ár. Annars trúi ég því að það komi í næstu viku, um að gera að vera pínu bjartsýn. Þegar sólin skín á gleði mín sér engin takmörk, það verður einhvernvegin allt svo auðvelt og skemmtilegt svo verður allt svo óendanlega fallegt, eða það finnst mér. Aftur á móti í rigningu verður allt svo ömurlega drungalegt og grátt, þá held ég að sálin verði pínu krumpuð. Ég reyni nú samt að láta ekki veðrið stjórna mér, en það hefur vissulega áhrif. Jæja svo ég vaði nú úr einu í annað, ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska mér að inni á baðherberginu mínu væri einhverskonar maskína sem tæki notuð handklæði þvæði, þurrkaði og hengdi þau síðan upp, þá myndi líka vera aðeins eitt handklæði á mann, maskínan yrði að veiða handklæðin upp í sig sjálf því annars kæmi hún ekki að neinu gagni á mínu heimili, unglingarnir mínir hljóta að svitna óeðlilega mikið, alla vega miðað við baðferðir þeirra, ekki sjaldnar en tvisvar á dag, þrisvar ef mikið stendur til. Svo er nú aldeylis ekki hægt að láta eitt handklæði duga daginn og alls ekki hægt að nota sama handklæði tvisvar. Þvottavélin mín fær aldrey Whistlingstundlegan frið ekki þurrkarinn heldur, meira að segja er ég endalaust að þvo gallabuxur, svo skilja blessaðir krakkarnir ekkert í að fötin þeirra upplitist meira en annaraWink En þau vitkast örugglega með árunum þessar elskur þangað til nöldra ég yfir þessu óþolandi þvottastússi. Best að koma sér í koju svo ég verði nú spræk í þvottahúsinu á morgunInLove.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

haha, já blessuð börnin...okkar skotta, sem er á hraðri leið inn í gelgjuna, safnar sínum fötum í hrúgur í herberginu...suma daga hef ég fulla trú á að ég sé komin niður í botn á óhreinatauskörfunni...þá tekur skottan til hjá sér...og karfan er full aftur...en sem betur fer getur hún notað handklæðin oftar en einu sinni...amk ennþá

Sé þú ert ekki með neina bloggvini...viltu einn? 

SigrúnSveitó, 24.5.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband