Það er ekki einu sinni ókeypis að geyspa

Sláandi fréttir af tannskemmdum barna! Í nýlegu sjónvarpsviðtali kvartaði tannlæknir sáran yfir hve ylla væri nú komið fyrir þegnum þessa velferðaríkis okkar, og vitnaði í fjögurra eða fimm ára gamalt barn sem hann var svo "heppinn" að fá í fína stólinn sinn, eimingja barnið hlýtur að hafa liðið vítiskvalir á sinni stuttu ævi þar sem allar tennurnar í litla munninum voru ónýtar, ekki einungis skemmdar heldur ónýtar og þurfti tannsi að draga þær allar úr tönn fyrir tönn. Trúlega hefur hann bölvað í hljóði fyrir að fá ekki að gera við þær fyrst.Devil   Ég las áðan í fréttablaðinu smá klausu þar sem móðir var ósátt við reikning sem hún fékk frá barnatannlækni, reikningurinn hljóðaði upp á 12.500kr 6.500 fyrir skoðun 3.500 í atferlismeðferð og 3.500 í fræðslu, það eina sem hún hafði beðið um var almenn skoðun, tannsi var alveg forviða yfir frekjunni í blessaðri konunni, hann ætti því nú að venjast að fólk þakkaði fyrir sína þjónustu en væri ekki með einhver leiðindi. Þegar mín börn voru lítil rukkaði einn hrappurinn mig fyr sýnikenslu sem fólst í því að þau voru látin fara inn í lítið herbergi og látin horfa á myndband um tannhirðu, á meðan þau geispuðu yfir sjónvarpsefninu notaði tannsi tímann í annan kjaft "ekki hægt að láta dýrmæta tíma fara til spillis" Takmarkalaus og taumlaus fégræðgi Angry   Og ótakmarkað framboð af þrjótum er málið, og við sem erum ginningarfíflin erum látin sitja uppi með skömmina, þrjótarnir væla og skæla keyrandi um margra miljóna dollaragrínum. Svo bíta þessir trúðar höfuðið af skömminni með því að skella skuldinni á trassasama foreldra og Tryggingastofnun. Ég held að þeir ættu að líta sér nær og skammast til að lækka verðskrána hjá sér. Svo væri hægt að skrifa ansi mikið um tannréttingalæknana, sjá hef ég töluverða reynslu af þeirra verðskrá þar sem ég er með tvö börn í tannréttingum, munurinn er svo sannarlega þess virði að athuga vel hver verður fyrir valinu, en ég ætla ekki nánar út í þá sálma núna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband